Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. nóvember 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Styrkleikalisti Guardian fyrir HM - Ísland í 12. sæti
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
The Guardian hefur útbúið styrkleikalista sinn fyrir HM í Rússlandi næsta sumar.

Ísland er í 12. sæti á listanum sem er talsvert ofar en ef miðað væri við heimslista FIFA. Þar er Ísland í 17. sæti.

Ísland er fyrir ofan England og fleiri stórar þjóðir á styrkleikalista The Guardian.

„Ekki lesa of mikið í síðustu úrslit Íslendinga. Frammistaðan í 1-1 jafnteflinu gegn Katar á þriðjudaginn var ekki sú sama og hjá liði sem vann Króatíu, Úkraínu og Tyrkland í undankeppninni og á mikla reynslu af stórmótum þökk sé frábæru gengi á EM 2016 þar sem liðið fór í 8-liða úrslit," segir í umsögn The Guardian.

„Þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, er ennþá til staðar eftir það sögulega afrek en án Lars Lagerback. Við reiknum með að Ísland eigi góða möguleika á að komast aftur upp úr riðlinum, sama hverjum þeir dragast gegn."

Styrkleikalisti Guardian
1. Þýskaland
2. Brasilía
3. Spánn
4. Frakkland
5. Belgía
6. Portúgal
7. Nígería
8, Pólland
9. Argentína
10. Úrúgvæ
11. Mexíkó
12. Ísland
13. Króatía
14. England
15. Senegal
16. Svíþjóð
17. Danmörk
18. Marokkó
19. Serbía
20. Kolumbía
21. Egyptaland
22. Sviss
23. Perú
24. Rússland
25. Kosta Ríka
26. Íran
27. Japan
28. Túnis
29. Suður-Kórea
30. Panama
31. Sádi-Arabía
32. Ástralía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner