Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. febrúar 2018 22:00
Gunnar Logi Gylfason
Valverde jafnar Guardiola
Barcelona gengur vel undir stjórn Ernesto Valverde.
Barcelona gengur vel undir stjórn Ernesto Valverde.
Mynd: Getty Images
Barcelona sigraði Eibar 0-2 á útivelli í kvöld og situr með öruggt forskot á Atletico Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar undir stjórn Ernesto Valverde.

Með þessum sigri jafnaði Barcelona eigið met með því að spila 31 leik í röð án taps. Það hefur liðinu aðeins einu sinni tekist áður og var Pep Guardiola, núverandi stjóri Man. City, þá við stjórnvölinn.

Það var 2011 og vann Barcelona bæði spænsku deildina og Meistaradeildina það ár, en tapaði í úrslitum bikarkepninnar gegn Real Madrid.

Barcelona spilar við Chelsea á Stamford Bridge á þriðjudaginn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.




Athugasemdir
banner
banner
banner