Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. mars 2018 16:20
Fótbolti.net
Upptaka - Hlustaðu á útvarpsþátt dagsins í heild
Mynd: Fótbolti.net
Tómas Þór Þórðarson hélt einn um stjórnartaumana í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag þar sem Elvar Geir Magnússon er í San Francisco.

Upptökur af öllum þáttum koma á Vísi

Magnús Már Einarsson veitti honum félagsskap og ræddi um íslenska landsliðið og hópinn sem valinn var í Bandaríkjaferðina.

Sífellt fleiri félög á Íslandi eru byrjuð að sjónvarpa frá leikjum sínum á netinu og Ágúst Stefánsson hjá KA TV fræddi hlustendur um þann geira.

Arnþór Ari Atlason talaði um rannsóknir á mætingu í Pepsi en hann gerði lokaverkefni um það í Háskólanum.

Magni Grenivík er á leið í Inkasso-deildina og feðgarnir Heimir Ásgeirsson og Hjörtur Geir Heimisson mættu. Heimir er öflugur stuðningsmaður Magna og eigandi Eyjabita á Grenivík á meðan Hjörtur ver markið hjá liðinu.


Athugasemdir
banner
banner