Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. apríl 2017 20:00
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Eyjabita - Tómas Þór velur sitt lið
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Guðmann er í vörninni.
Guðmann er í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Skráning er í fullum gangi í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita. Keppni í Pepsi-deild karla hefst sunnudaginn 30. apríl og hægt er að búa til lið fram að þeim tíma.

Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður hjá 365, mun stýra nýjum þætti í tengslum við Pepsi-deildina í sumar á Stöð 2 Sport. Tómas hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hér að neðan má sjá liðið hans í Draumaliðsdeildinni.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

„Þegar ég vel draumaliðið mitt í boði Eyjabita (namm!) byrja ég alltaf á að velja 3-4 dýrustu mennina og vinn svo í kringum það," sagði Tómas meðan hann stillti upp liðinu og smakkaði á harðfisk.

„Liðið endurmótast síðan svona 20 sinnum áður en fullskipað lið verður til. Ég spila þetta alltaf á ellefu manna dýru byrjunarliði og svo með fjögurra milljóna króna gosa á bekknum. Skemmst er frá því að segja að ég hef aðeins einu sinni verið nálægt sigri í einhverri deild."

Markvörður: Gunnar Nielsen stóð upphaflega í markinu en svo vantaði mig hálfa milljón til að kaupa sterkari miðjumenn en ég var með og þá mætti Stefán Logi til leiks sem er líka fínt. KR spilar með þrjá miðverði í sumar og verður mikið með boltann þannig það fær á sig fá mörk.

Varnarmenn: Ívar Örn Jónsson spilar oft á miðjunni hjá Víkingi og tekur öll föst leikatriði, þar á meðal vítaspyrnur. Varnarmenn sem skora eru dýrmætir. Jonathan Hendrickx treysti ég á að verði í vængbakverði að leggja upp í sumar en ekki miðverði og þarna var líka Morten Beck en ég mátti bara vera með þrjá KR-inga. Guðmann kom þá inn og opnaði líka fyrir mig hálfa kúlu. KA mun ekki fá á sig mörg mörk í leikjum á móti liðum í neðri helmingnum eða bara yfir höfuð og svo er Guðmann svo hættulegur í teig mótherjans.

Miðjumenn: Lykilatriðið var bara að vera með Óskar Örn og Hilmar Árna. Þeir gætu hæglega barist um titilinn besti leikmaður deildarinnar og taka öll föst leikatriði sinna liða. Þeir skora og leggja upp og eru í liðum sem vinna leiki. Hallgrím Mar einfaldlega elska ég og mikið af spilinu hjá KA fer í gegnum hann. Einar Karl Ingvarsson hefur svo verið einn besti ef ekki besti leikmaður Vals á undirbúningstímabilinu. Hann spilar reyndar því miður svolítið langt frá markinu en 5,5 kúlur fyrir hann eru kostakjör.

Framherjar: Kristján Flóki var alltaf fyrstur á blað endar er hann búinn að raða inn í vetur og var kominn af stað undir lok síðasta tímabils. Nýja kerfi FH hentar honum vel; færin eru fleiri og hann nýtir þau vel. Svo er Flóki líka að leggja upp. Tobias skutlaði sér þarna inn eftir frábæra byrjun með KR í Lengjunni. Hann lítur vel út. Þórir Guðjónsson er svo aðalmaðurinn í Fjölni og ég gat keypt framherja undir lokin fyrir átta milljónir. Valið stóð á milli hans eða Castillion hjá Víkingi. Það var ekki erfitt val, ég þekki Þóri betur og veit að hann skorar sín sjö mörk í sumar.
Athugasemdir
banner
banner