Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Aron: Messi flýtur framhjá manni
Icelandair
Messi og Aron heilsast fyrir leikinn í gær.
Messi og Aron heilsast fyrir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, er ánægður með hvernig gekk að loka á Lionel Messi í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu í gær.

„Það var mjög erfitt að eiga við hann. Hann er einn besti leikmaður í heimi og í sögunni," sagði Aron.

Leikmenn Íslands voru duglegir að mæta í hjálparvörn og tvöfalda eða þrefalda þegar Messi tók á rás með boltann.

„Hann er mjög kvikur. Hann flýtur framhjá manni og er alltaf búinn að pæla í næsta skrefi. Maður lendir stundum á eftir honum," sagði Aron um Messi.

„Það góða við það er að liðið var að verjast saman á móti honum og síðan var Nesi (Hannes Þór Halldórsson) með frábæra vörslu í vítinu. Við héldum honum nokkurnveginn niðri en hann var samt frábær í gær."

Aron er ánægður með úrslitin í fyrsta leik Íslands á HM.

„Þetta er sterkur punktur. Við gerum alveg okkur grein fyrir því að við vorum að spila á móti Argentínu sem er gífurlega sterkt lið fram á við. Það er þvílíkur kraftur og hraði í þeim sem og almenn gæði."

„Við gerum okkur grein fyrir því að þessi punktur er virkilega sterkur en við verðum að byggja ofan á það. Það er margt sem við getum bætt í þessum leik, sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst fyrri hálfleikur vera mjög góður og við áttum betri færi en þeir."

„Í seinni hálfleik datt þetta aðeins niður og við urðum aðeins varkárari. Það er eðlilegt á móti svona liði sem er farið að taka meiri sénsa. Við þurfum að vera aðeins sterkari fram á við og halda boltanum betur."


Hér að neðan má sjá viðtalið við Aron í heild sinni.
Aron í ítarlegu viðtali: Þetta var tilfinningarússíbani
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner