Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. október 2014 11:32
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig á leið til Danmerkur?
Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR.
Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, gæti verið á leið til Danmerkur.

Baldur hefur fengið leyfi frá KR til að skoða aðstæður hjá ónefndu dönsku félagi en þetta staðfesti Baldur Stefánsson varaformaður knattspyrnudeildar

Baldur skrifaði á dögunum undir nýjan fjögurra ára samning við KR og því þyrfti umrætt danska félag að kaupa hann.

,,Við gáfum Baldri heimild til að fara og skoða aðstæður hjá dönsku félagi. Við sjáum hvernig það spilast. Hvort það sé eitthvað sem honum finnst áhugavert og okkur," sagði Baldur Stefánsson.

Hinn 29 ára gamli Baldur kom til KR frá norska félaginu Bryne IL fyrir leiktíðina 2009. Hann hefur skorað 64 mörk í 235 leikjum með KR.

Hann er 12. leikjahæsti leikmaður félagsins ásamt Sæbirni Guðmundssyni og 14. markahæsti ásamt Ólafi Hannessyni.

Baldur er uppalinn hjá Völsungi en hann spilaði með Keflavík áður en hann fór út til Noregs árið 2007.
Athugasemdir
banner
banner