Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. október 2014 11:30
Elvar Geir Magnússon
Indriði langlaunahæstur Íslendinga í Noregi
Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking.
Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, er langlaunahæsti Íslendingurinn í norsku úrvalsdeildinni. Skattayfirvöld í Noregi hafa opinberað upplýsingar um tekjur einstaklinga fyrir árið 2013.

Indriði er 33 ára og hefur verið hjá Viking í fimm ár.

Indriði er með rúmar 40 milljónir í árslaun en næstur á Íslendingalistanum er Birkir Már Sævarsson með 24 milljónir en Steinþór Freyr Þorsteinsson og Pálmi Rafn Pálmason eru með í kringum 20 milljónir.

Á Vísi má finna Íslendingalistann en útreikningar taka mið af núverandi gengi norsku krónunnar.

Norski landsliðsmaðurinn Erik Huseklepp er launahæsti leikmaður norsku deildarinnar en hann var með 64 milljónir í árslaun.
Athugasemdir
banner
banner