Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zaccheroni tekinn við Furstadæmunum (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Alberto Zaccheroni hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

Ítalinn hefur meðal annars stýrt Lazio, Milan, Inter og Juventus en eina landsliðsreynsla hans kom við stjórnvölinn hjá Japan frá 2010 til 2014.

„Það gleður okkur að kynna Alberto Zaccheroni sem nýjan landsliðsþjálfara Furstadæmanna," stendur í tísti frá knattspyrnusambandi Furstadæmanna.

Talið er að Zaccheroni hafi skrifað undir samning til 2019, en þá verður Asíumótið spilað í Furstadæmunum. Zaccheroni vann Asíumótið með Japan fyrir sex árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner