Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 18. janúar 2015 11:10
Arnar Geir Halldórsson
Man Utd býður 100 milljónir í Bale - Falcao orðaður við önnur lið
Powerade
Sagan endalausa af Bale
Sagan endalausa af Bale
Mynd: Getty Images
Hvað verður um Falcao?
Hvað verður um Falcao?
Mynd: Getty Images
Mirallas er orðaður við Dortmund
Mirallas er orðaður við Dortmund
Mynd: Getty Images
Konoplyanka mættur aftur í slúðrið
Konoplyanka mættur aftur í slúðrið
Mynd: Getty Images
Sunnudagsblöðin eru alltaf stútfull af slúðri og það er af nógu að taka í dag. BBC tók saman.




Man Utd er byrjað að undirbúa 100 milljón punda tilboð í Gareth Bale, leikmann Real Madrid og mun þá David De Gea fara í hina áttina. (Sunday People)

Aðrir miðlar greina frá því að Real Madrid sé að undirbúa mettilboð í David De Gea og mun Gareth Bale ekki tengjast því tilboði. (Daily Star)

Meira af Man Utd. Félagið mun reyna að semja við Monaco um að lækka kaupverðið á Falcao, ákveði þeir að reyna að halda kappanum á Old Trafford. (Daily Telegraph)

Arsenal, Liverpool og Man City fylgjast náið með framgangi Falcao og munu reyna að kaupa hann ef Man Utd gerir það ekki. (Times)

Tottenham mun reyna aftur við úkraínska kantmanninn Yevhen Konoplyanka en samningur hans rennur út næsta sumar. (Mail on Sunday)

Liverpool er tilbúið að leyfa Rickie Lambert að fara nái félagið að kalla Divock Origi til baka úr láni frá Lille. (Sun)

Kevin Mirallas á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Everton og skoðar Borussia Dortmund nú möguleikann á því að kaupa þennan 27 ára Belga. (Sunday People)

Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Luka Modric en talið er að eiginkona hans sé ósátt á Spáni og vilji flytja aftur til Englands. (Sunday Express)

Crystal Palace er tilbúið að punga út 9 milljónum punda fyrir Neil Taylor, varnarmanni Swansea, og Rudy Gestede, sóknarmanni Blackburn. (Sunday Telegraph)

Þá íhugar Alan Pardew að sækja sér sinn gamla lærisvein, Papiss Cisse, frá Newcastle til Crystal Palace. (Sunday Mirror)

David Moyes bíður eftir svari frá Arsene Wenger við tilboði sínu um að fá Joel Campbell á láni til Real Sociedad. (Sunday People)

Man Utd mun bíða með það þangað til næsta sumar að kaupa Mats Hummels, varnarmann Dortmund, og Kevin Strootman, miðjumann Roma. (Sunday Mirror)

Manuel Pellegrini segir ekkert til í því að Man City sé að undirbúa tilboð í Lionel Messi. (Sunday Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner