Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. janúar 2015 23:00
Alexander Freyr Tamimi
Pogba: Ég er núll evru virði
Pogba stefnir hátt.
Pogba stefnir hátt.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Juventus, segir að hann sé einskis virði á félagaskiptamarkaðnum ef hann leggur ekki hart að sér.

Franski landsliðsmaðurinn hefur verið frábær í liði Juventus frá því að hann kom frítt frá Manchester United, og framtíð hans hefur verið mikið í umræðunni.

,,Ég er núll evru virði. Ég er einskis virði nema ég leggi hart að mér inni á vellinum í hverjum einasta leik," sagði Pogba við Sky Sport Italia.

,,Ég vonast til að fá Gullknöttinn í framtíðinni, en ég þarf að vinna hörðum höndum til að það takist."

,,Ég þarf að gera meira. Ég vil verða goðsögn eins og Pirlo, Buffon og Chiellini. Ég vil verða einn sá besti í heimi og ég þarf að gera allt sem ég get til að komast þangað."

Athugasemdir
banner
banner
banner