Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. maí 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
Spilar fyrrum markvörður Hattar í ensku úrvalsdeildinni?
Ryan Allsop í leik með Hetti sumarið 2012.
Ryan Allsop í leik með Hetti sumarið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ryan Allsop, fyrrum markvörður Hattar, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Bournemouth en félagið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Hinn 22 ára gamli Allsop spilaði með Hetti í 1. deildinni fyrri hluta sumars 2012.

Á nýliðnu tímabili var Allsop á eftir Artur Boruc og Lee Camp í hjá Bournemouth og því fór hann á láni til Coventry í C-deildinni í nokkra mánuði.

Boruc var einungis á láni hjá Bournemouth og óvíst er hvort hann verði áfram hjá félaginu.

Eddie Howe, stjóri Bournmeouth, hefur mikla trú á Allsop og hann gerði nýjan samning við markvörðinn sem var aðalmarkvörður þegar liðið fór upp úr ensku C-deildinni árið 2013.

„Hann hefur fengið góða reynslu á ferli sínum og er ennþá að bæta sig. Það verður mikilvægt að hafa breidd í úrvalsdeildinni og Ryan á framtíðina fyrir sér hjá þessu félagi," sagði Howe.

„Við viljum að allir í hópnum séu að berjast um sæti í byrjunarliðinu. Ryan fékk góða reynslu á láni hjá Coventry."

„Ég vil sjá hann berjast við aðra markverði sem við höfum um sæti í byrjunarliðinu."

Athugasemdir
banner
banner