Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. maí 2018 11:47
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi spilar á Íslandi eftir HM - Ekki víst að það verði hjá Fylki
Ólafur Ingi í landsleik gegn Perú.
Ólafur Ingi í landsleik gegn Perú.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég reikna með því að spila hérna. Fjölskyldan er heima og þetta hafa verið tvö ár án þeirra meðan ég hef verið úti," segir Ólafur Ingi Skúlason þegar hann er spurður að því hvort fótboltaáhugafólk fái að sjá hann í Pepsi-deildinni eftir HM.

Ólafur Ingi, sem er 35 ára miðjumaður, er uppalinn hjá Fylki en hefur verið í atvinnumennskunni í mörg ár. Er eitthvað annað lið en Fylkir sem kemur til greina þegar hann kemur til Íslands?

„Það er í sjálfu sér allt opið. Ég hef ekki klárað neitt. Ég hef bara ýtt því til hliðar og verið að klára mín mál í Tyrklandi. Ég hef reynt að setja það aðeins á ís. Ég tek þetta á næstu vikum eða jafnvel bara eftir HM. Þetta kemur í ljós."

Fylkismenn hafa verið öflugir í byrjun tímabilsins í Pepsi-deildinni en Ólafur hefur alla tíð fylgst vel með sínu liði.

„Þeir eru mjög sterkir. Ég horfði á leikinn þeirra í gær í sjónvarpi og þeir líta mjög vel út. Helgi er að gera frábæra hluti og þeir eru í raun óheppnir að hafa ekki tekið fleiri stig," segir Ólafur en Fylkir vann 2-1 sigur gegn ÍBV í gær.
Ólafur Ingi: Finn til með þeim sem sitja eftir með sárt ennið
Athugasemdir
banner