Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   sun 18. júní 2017 19:51
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Heiðar: Eins og við getum ekki unnið tvo leiki í röð
Gunnar Heiðar kom af bekknum og skoraði.
Gunnar Heiðar kom af bekknum og skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, spilandi aðstoðarþjálfari ÍBV, kom af bekknum og skoraði í tapleiknum gegn Grindavík.

Eyjamenn eru ólíkindatól og ótrúlega misjafnir milli leikja. Eftir flottan sigur gegn KR hélt jójó-ið áfram í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 ÍBV

„Það er eins og við getum ekki unnið tvo leiki í röð. Það var hrikalega barnalegur varnarleikur í þessum mörkum sem við fáum á okkur. Þetta var of auðvelt. Við vissum nákvæmlega hvað þeir voru að fara að gera. Hvort hausinn hafi ekki verið í lagi eða hvað skal segja... þetta voru hrikalega dýr mistök," segir Gunnar Heiðar.

Andri Rúnar skoraði tvö og lagði upp eitt.

„Ég þekki það sjálfur að vera senter og vera heitur. Þá gengur allt upp. Við komum til baka og eigum gjörsamlega seinni hálfleikinn. Við fórum inn í seinni hálfleik með það markmið að vinna hann og það gerum við. Auðvitað þarf að gefa liðinu klapp á bakið."

Eyjamenn breyttu um leikkerfi í hálfleik.

„Við héldum að við værum með kerfi í byrjun til að stoppa þá. Það var samskiptaleysi. Við einfölduðum þetta svo og kerfið í seinni hálfleik gekk vel. Allavega áttum við allan seinni hálfleikinn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner