Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. nóvember 2015 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bebe: Við Cristiano notum sömu spyrnutækni
Mynd: Getty Images
Bebe er einna frægastur fyrir dvöl sína hjá Manchester United, sem fékk Portúgalann í sínar raðir fyrir um 7 milljónir punda sumarið 2010.

Bebe gerði tvö mörk í sjö leikjum hjá Rauðu djöflunum en þótti þess á milli arfaslakur og var lánaður þrisvar frá félaginu áður en Benfica keypti hann á 2 milljónir punda í fyrra.

Bebe er 25 ára gamall og er mjög fjölhæfur en spilar yfirleitt sem kantmaður. Bebe fékk að spila einn deildarleik hjá Benfica áður en hann var lánaður til Cordoba fyrst og svo til Rayo Vallecano, þar sem hann hefur gert eitt mark í tíu leikjum á tímabilinu.

„Didier Drogba, samt líka Cristiano því hann er portúgalskur," sagði Bebe við AS þegar hann var spurður út í hver væri sín helsta fyrirmynd.

„Við Cristiano notum sömu hlaupa- og spyrnutækni, þannig að já, hann er klárlega í uppáhaldi."

Bebe viðurkenndi í viðtalinu við AS að hann hafi fyrst haldið að tilboðið frá Manchester United væri grín.

„Þetta gerðist allt mjög hratt og kom mér algjörlega að óvörum. Einn daginn er ég á æfingu og þann næsta er mér sagt að ég eigi að skrifa undir fimm ára samning við Manchester United - ég hélt að þetta væri bara eitthvað grín.

„Ég var ekki lengi hjá Man Utd en naut dvalarinnar. Þetta var brjálæði, ég var að spila með bestu leikmönnum heims. Þetta var ekki auðvelt, ég reyndi að aðlagast og passa inn í hópinn.

„Ég mætti til félagsins án þess að hafa verið þjálfaður af atvinnumönnum, eina sem ég hafði var það sem ég fæddist með, hæfileikar, hraði og styrkur, en það þarf meira til í þessum gæðaflokki."

Athugasemdir
banner