Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. janúar 2015 23:47
Ívan Guðjón Baldursson
Myndir: Stuðningsmenn Everton verða í næstu Rocky mynd
Mynd: Getty Images
Einhverjir stuðningsmanna Everton sem voru á markalausum heimaleik liðsins gegn West Bromwich Albion fyrr í kvöld fengu þær sárabætur að fá að vera með í bíómyndinni Creed sem kemur út á næsta ári.

Sylvester Stallone leikur Rocky Balboa í myndinni þar sem hann fær það hlutverk að þjálfa barnabarn Apollo Creed, boxfélaga sins úr Rocky myndunum.

Tony Bellew er enskur boxari og dyggur stuðningsmaður Everton. Hann mun leika stórt hlutverk í Creed og kom því í gegn að myndað yrði stuðningsmenn Everton í hálfleik til að hafa með sem áhorfendur á boxbardaga í myndinni.

Bellew hvatti stuðningsmenn Everton til að missa sig í stúkunni í hálfleik og skapa magnaða stemningu sem yrði tekin upp og höfð með í bíómyndinni.

,,Passið ykkur á því að vera með eins mikil læti og mögulegt er - missið algjörlega stjórn á ykkur - til að hjálpa okkur að skapa magnað andrúmsloft. Ég hef séð með eigin augum hversu mikil læti stuðningsmenn Everton geta framkallað," sagði Bellew.
Athugasemdir
banner