Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. janúar 2015 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttulandsleikur: Jafnt hjá Íslandi gegn Kanada
Hólmbert skoraði eina mark Íslands úr víti.
Hólmbert skoraði eina mark Íslands úr víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 1 Kanada
0-1 Dwayne De Rosario ('29, víti)
1-1 Hólmbert Aron Friðjónsson ('65, víti)

Ísland gerði jafntefli við Kanada í síðari vináttulandsleik liðanna í Flórída.

Leikurinn var tíðindalítill og jafn framan af þar sem bæði mörk leiksins komu úr frekar ódýrum vítaspyrnum.

Fyrst fengu Kanadamenn vítaspyrnu eftir að Haukur Heiðar Hauksson gerðist brotlegur, nema hvað að brotið byrjaði langt fyrir utan teig. Ísland átti skalla í slá en Kanada var yfir í hálfleik.

Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn og fengu bæði lið sinn skerf af færum og jafnaði Hólmbert Aron Friðjónsson leikinn úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik, eftir að brotið hafði verið á Matthíasi Vilhjálmssyni.

Það var Manjrekar James sem nartaði í hælana á Matta, sem féll auðveldlega og fékk víti. James var aftasti maður og á gulu spjaldi en var ekki rekinn af velli.

Íslensku strákarnir voru öflugir á lokakafla leiksins en boltinn fór ekki í netið og 1-1 jafntefli niðurstaðan.
Athugasemdir
banner
banner