banner
fös 19.maí 2017 14:39
Elvar Geir Magnússon
Kærasta Howard Webb verður aðaldómari í þýsku Bundesligunni
Bibiana dæmir í þýsku Bundesligunni á næsta ári.
Bibiana dæmir í þýsku Bundesligunni á næsta ári.
Mynd: NordicPhotos
Bibiana Steinhaus verður fyrsti kvenkyns dómarinn til að dæma í þýsku Bundesligu karla. Búið er að tilkynna um fjóra nýja dómara sem koma inn í efstu deild karla á næsta tímabili.

Bibiana hefur starfað sem fjórði dómari í deildinni og þá hefur hún einnig dæmt tvo leiki í B-deildinni.

Kærasti hennar er Howard Webb, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er enn að melta þessa fréttir. Ég fann fyrir gleði, létti og forvitni þegar ég frétti þetta. Þetta var rússíbanareið af tilfinningum. Það var minn draumur að verða dómari í Bundesligunni," segir Bibiana.

Hér á Íslandi hefur kona aldrei verið aðaldómari í efstu deild karla. Aðstoðardómarinn Rúna Kristín Stefánsdóttir hefur þó verið að starfa í Pepsi-deild karla.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | þri 05. september 13:05
föstudagur 24. nóvember
Landslið - A-kvenna HM 2019
00:00 Slóvenía-Færeyjar