Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. maí 2018 14:00
Ingólfur Stefánsson
Lampard segir að Pogba sé Youtube leikmaður
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Lampard býst við meiru frá Pogba
Lampard býst við meiru frá Pogba
Mynd: Getty Images
Frank Lampard fyrrum miðjumaður Chelsea segir að Paul Pogba miðjumaður Manchester United sé Youtube leikmaður og að hann sé ekki viss hverju hann bæti við leikmannahóp Jose Mourinho.

Pogba og Mourinho mæta Chelsea í úrslitum FA bikarsins klukkan 16.15 á Wembley í dag.

„Ég veit ekki hvað Pogba er," sagði Lampard. „Hann gerir stundum ótrúlega hluti en tekur svo oft slæmar ákvarðanir. Það hlýtur að vera erfitt fyrir Mourinho að meta hann."

Mourinho hefur reglulega sett Pogba á varamannabekk United í vetur. Eftirminnilega gegn Sevilla í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lampard telur að það hefði átt að vekja Pogba en er ekki svo viss um að það hafi tekist.

„Mourinho reyndi að vekja hann en ég er ekki viss um að Pogba hafi meðtekið skilaboðin."

„Pogba er náttúrulega hæfileikaríkari en ég var en þú græðir ekkert á því að gera flottar gabbhreyfingar á þínum eigin vallarhelming. Ungt fólk sér þetta á Youtube og finnst það æðislegt en mér líkar ekki við þetta."

„Hann á að vera að skora um 15 mörk á tímabili og stjórna leikjum af því að hann hefur hæfileikana í það."
Athugasemdir
banner
banner
banner