Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. ágúst 2014 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Julio Cesar til Benfica (Staðfest)
Julio Cesar
Julio Cesar
Mynd: Getty Images
Portúgalska meistaraliðið hefur fengið brasilíska landsliðsmarkvörðinn Julio Cesar til félagsins frá QPR en hann gerði tveggja ára samning við félagið.

Cesar og QPR komust að samkomulagi um að rifta samning hans hjá félaginu en hann átti tvö ár eftir af honum.

Hann hefur verið aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins undanfarin ár en hann var í marki liðsins á HM í heimalandinu í sumar þar sem liðið komst alla leið í undanúrslit.

Hann gekk til liðs við QPR sumarið 2012 en á tíma hans þar fór hann meðal annars á lán til Toronto í MLS-deildinni.

Cesar er nú kominn til Benfica sem missti Jan Oblak til Atletico Madrid fyrr í sumar en hann er fjórði leikmaðurinn sem félagið fær til sín í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner