Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. september 2017 08:30
Fótbolti.net
Lið 21. umferðar í Inkasso-deildinni - Þrír Þróttarar
Orri Sveinn Stefánsson, varnarmaður Fylkis.
Orri Sveinn Stefánsson, varnarmaður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Leifur Andri Leifsson varnarmaður úr HK er í liðinu.
Leifur Andri Leifsson varnarmaður úr HK er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Þór Pálsson er í liðinu.
Stefán Þór Pálsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir fór upp í Pepsi-deildina á meðan Leiknir Fáskrúðsfirði féll niður í 2. deild í 21. umferðinni í Inkasso-deildinni um helgina. Kíkjum á lið umferðarinnar.

Fylkismenn tryggðu Pepsi-deildarsætið með stæl en Árbæingar unnu Hauka 6-0 á útivelli. Oddur Ingi Guðmundsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson voru öflugir á miðjunni og í vörninni átti Orri Sveinn Stefánsson góðan dag.

Þróttarar voru í stuði á heimavelli gegn Selfossi þar sem þeir unnu 4-0. Viktor Jónsson skoraði tvö mörk þar og þeir Rafn Andri Haraldsson og Arnar Darri Pétursson áttu góðan dag.

HK heldur áfram á miklu skriði en liðið hefur unnið ellefu af síðustu tólf leikjum sínum. Bjarni Gunnarsson skoraði tvö mörk í 4-1 útisigri á Gróttu og Leifur Andri Leifsson var góður í vörninni.

Topplið Keflavíkur lagði Fram 1-0 en þar voru Ísak Óli Ólafsson og Marko Nikolic góðir í vörninni.

Stefán Þór Pálsson var maður leiksins þegar ÍR gulltryggði sæti sitt í deildinni með 2-0 sigri á Leikni F.

Sóknarmaðurinn ungi Guðni Sigþórsson skoraði fyrir Þór í 3-3 jafntefli gegn Leikni R.

Sjá einnig:
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner