Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2015 10:27
Hafliði Breiðfjörð
Trausti búinn að semja við Þrótt (Staðfest)
Trausti Sigurbjörnsson.
Trausti Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Trausti Sigurbjörnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Þrótt og verður því áfram hjá félaginu.

Samningur Trausta við Þrótt var runnin út og hann sagði við Fótbolta.net fyrir helgi að honum hafi ekki boðist nýr samningur.

Nú hefur heldur betur dregið til tíðinda því hann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning.

Trausti er 25 ára gamall. Hann er uppalinn hjá ÍA en hefur einnig leikið til skamms tíma hjá ÍR og Leikni. Hann hefur leikið yfir 100 leiki með meistaraflokki Þróttar en liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

Að tímabilinu loknu var hann valinn í lið mótsins sem fyrirliðar og þjálfarar í deildinni völdu fyrir Fótbolta.net.

„Það gleður mig að skrifa undir nýjan 2 ára samning. Ég hlakka til að fá að halda áfram því frábæra starfi sem hefur verið í gangi í Þrótti síðustu árin og vona að sem flestir hér inni verði partur af því starfi," sagði Trausti í tilkynningu félagsins og bætti við. „Ég vona að ég sjái sem flesta, helköttaða, í vetur á leikjum, í stúkunni næsta sumar og í kringum klúbbinn að öðru leiti"
Athugasemdir
banner
banner
banner