Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. febrúar 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Nær Chelsea að leggja Barcelona?
Mynd: Fótbolti.net
Messi í leik gegn Chelsea í Meistaradeildinni árið 2012.  Hvað gerir hann í kvöld?
Messi í leik gegn Chelsea í Meistaradeildinni árið 2012. Hvað gerir hann í kvöld?
Mynd: Getty Images
Bayern fær Besiktas í heimsókn.
Bayern fær Besiktas í heimsókn.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslitin í Meistaradeildinni halda áfram klukkan 19:45 í kvöld þegar Chelsea mætir Barcelona og Bayern Munchen fær Besiktas í heimsókn.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals og Tryggvi Guðmundsson markahrókur eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinn.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn. Fótbolti.net leiðir eftir fyrstu leikina.


Sigurbjörn Hreiðarsson

Chelsea 1 - 2 Barcelona
Spánverjarnir vinna þetta og Messi kallinn á eftir að skora. Barca með deildina heima á meðan Chelsea hafa ekki verið alltof sannfærandi.

Bayern Munchen 3 - 0 Besiktas
Þjóðverjarnir í góðum málum heima í deildinni og bara ógnarsterkir þar. Verður of stór biti fyrir Tyrkina.

Tryggvi Guðmundsson

Chelsea 2 - 1 Barcelona
Ætla að splæsa í heimasigur hér. Geri mér grein fyrir að þetta sé leikur sem getur farið í allar áttir en hef trú Conte og drengjunum hans á sinni eigin brú.

Bayern Munchen 3 - 0 Besiktas
Bayern eru nær oftast góðir þegar á reynir og ég held að Besiktas sé ekkert að fara að gera neitt gegn þeim. Lewandowski með tvö mörk.

Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Chelsea 1 - 3 Barcelona
Börsungar eru ótrúlega hættulegir og eru aðeins of sterkir fyrir lærisveina Antonio Conte

Bayern Munchen 4 - 0 Besiktas
Einfalt. Besiktas spilaði vel í riðlakeppninni en þetta er of stórt próf. Bayern er á skriði og gæti farið langt í keppninni.


Staðan í Meistaraspánni:
Fótbolti.net 2
Sigurbjörn 1
Tryggvi 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner