Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fim 20. ágúst 2015 11:30
Elvar Geir Magnússon
Jónas Guðni: Hafa væntanlega ekki gleymt bikarleiknum
Jónas Guðni Sævarsson, miðjumaður KR.
Jónas Guðni Sævarsson, miðjumaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn hefst klukkan 18:00.
Leikurinn hefst klukkan 18:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fara fram í Pepsi-deild karla í kvöld klukkan 18:00, Fjölnir fær Val í heimsókn og ÍBV tekur á móti KR. Gengi þeirra liða sem mætast í Vestmannaeyjum hefur verið ansi ólíkt í sumar.

ÍBV er með 14 stig í fallsæti og þarf nauðsynlega að safna stigum í baráttu fyrir lífi sínu í deildinni meðan KR þarf að vinna til að halda sér í titilbaráttunni. KR-ingar verða þremur stigum á eftir toppliði FH takist þeim að sigra.

„Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því að fara til Eyja og mér lýst rosalega vel á þennan leik," segir Jónas Guðni Sævarsson, miðjumaður KR.

„Eyjamenn eru í þannig stöðu að þeir þurfa að leggja allt í þetta, svo tel ég að þeir vilji bæta upp fyrir síðasta leik á móti okkur. Þeir eru væntanlega ekki búnir að gleyma því þegar þeir mættu á KR-völlinn í undanúrslitum bikarsins."

Alltaf erfitt að fara til Eyja
KR vann 4-1 sigur þegar liðin mættust í bikarkeppninni í lok síðasta mánaðar en Jónas býst við erfiðari leik fyrir sitt lið í kvöld.

„Klárlega. Það er alltaf erfitt að fara til Eyja, þetta er ákveðin gryfja þarna hjá þeim og þannig stemning að maður þarf að hafa verulega fyrir því að mæta til Eyja. Við vitum það og höfum leikið hörkuleiki við þá þarna."

KR tapaði 2-0 fyrir Val í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli síðasta laugardag.

„Við erum búnir að ná góðri hvíld og búnir að jafna okkur eftir okkar tap. Við erum búnir að bíða eftir þessum leik frá því að við töpuðum fyrir Val, við viljum bæta upp fyrir það dæmi," segir Jónas en hvað fór úrskeiðis í þessum bikarúrslitaleik?

„Við vorum bara ekki nægilega góðir, málið snérist um það. Við spiluðum ekki okkar leik og vorum of mikið að kýla boltanum upp á hafsentana hjá Valsmönnum. Þeir skölluðu þetta bara í burtu og við náðum því miður aldrei okkar leik í gang."

„Við megum ekki misstíga okkur. Ef við ætlum að berjast um þennan titil til lokadags þá þurfum við að taka öll þau stig sem eftir eru. FH og Breiðablik eru ekki að fara að misstíga sig svo glatt. Ef við ætlum að vera með þurfum við að taka alla leiki og leikurinn í kvöld er sá fyrsti af þeim sjö sem eftir eru."

Leikir kvöldsins verða báðir í beinum textalýsingum hér á Fótbolta.net ásamt því sem Stöð 2 Sport sýnir leikinn í Vestmannaeyjum beint.

Fimmtudagur 20. ágúst
18:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)
18:00 Fjölnir-Valur (Fjölnisvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner