Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. september 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Inzaghi: Höfum engu að tapa
Mynd: Getty Images
Filippo Inzaghi, þjálfari AC Milan á Ítalíu, segir að lið hans hafi engu að tapa gegn Juventus í dag.

Milan hefur byrjað tímabilið frábærlega undir stjórn Inzaghi en liðið hefur unnið alla deildarleiki til þessa.

,,Þetta er stórleikur og ég er ánægður fyrir hönd liðsins. Við erum með sex stig og við munum spila þennan leik með því hugarfari að við höfum engu að tapa," sagði Inzaghi.

,,Við spilum fyrir framan troðfullan San Siro og þessi hugmyndafræði gæti hjálpað okkur að spila okkar leik. Ég veit ekki hvort það gerist en við munum gera okkar besta," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner