Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. október 2017 14:03
Elvar Geir Magnússon
Stjórn AC Milan kallaði Montella á fund í þriðja sinn á skömmum tíma
Montella er í basli.
Montella er í basli.
Mynd: Getty Images
Vincenzo Montella þjálfari AC Milan fundaði í gær með stjórn félagsins í þriðja sinn á skömmum tíma.

Frá þessu greina ítalskir fjölmiðlar en Montella var kallaður á fund eftir markalaust jafntefli Milan við AEK Aþenu.

Ekki er vitað um hvað hefur verið rætt á fundunum og hvort sæti Montella sé mjög heitt.

Það má þó gera ráð fyrir því að frammistaða AC Milan hafi verið til umræðu en liðið hefur ekki staðið undir væntingum á tímabilinu. Eftir tap í grannaslagnum gegn Inter er liðið í tíunda sæti í ítölsku A-deildinni, tólf stigum frá toppnum.

AC Milan mætir Genoa á sunnudaginn í beinni á SportTv en Genoa er við fallsvæðið. Ef sá leikur fer illa fyrir Milan er líklegt að Montella fái sparkið.
Athugasemdir
banner
banner
banner