Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. nóvember 2017 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
England: Brighton og Stoke skildu jöfn í fjörugum leik
Gross og Bong fagna saman gegn Stoke.
Gross og Bong fagna saman gegn Stoke.
Mynd: Getty Images
Brighton 2 - 2 Stoke
0-1 Maxim Choupo-Moting ('28)
1-1 Pascal Gross ('44)
1-2 Kurt Zouma ('45)
2-2 Jose Izquierdo ('60)

Nýliðar Brighton gerðu 2-2 jafntefli við Stoke City í ensku Úrvalsdeildinni í kvöld.

Maxim Choupo-Moting kom Stoke yfir eftir háa stungusendingu af miðjulínunni frá Xherdan Shaqiri.

Pascal Gross jafnaði rétt fyrir leikhlé en Kurt Zouma stangaði hornspyrnu í netið tæpum tveimur mínútum síðar og voru gestirnir því yfir í hálfleik.

Hinn leiftursnöggi Jose Izquierdo jafnaði fyrir Brighton í síðari hálfleik og niðurstaðan nokkuð sanngjarnt jafntefli, þó að Brighton hefði átt að fá dæmda vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner