Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. janúar 2018 07:00
Gunnar Logi Gylfason
Moyes gengur í endurnýjun lífdaga
Moyes getur glaðst yfir gengi West Ham
Moyes getur glaðst yfir gengi West Ham
Mynd: Getty Images
David Moyes var ráðinn til West Ham í byrjun nóvember síðastliðnum eftir að hafa hætt hjá Sunderland í kjölfar þess að liðið féll síðastliðið vor.

Þegar Moyes, sem þjálfaði Everton við góðan orðstír í ellefu ár, tók við West Ham var liðið í mikilli botnbaráttu. Nú er liðið um miðja deild og hlutirnir líta mun betur út. Bæði hjá West Ham og Moyes sjálfum.

Í síðustu átta leikjum West Ham hafa lærisveinar Moyes fengið 15 stig, sem er einu stigi meira en hann fékk hjá Sunderland í síðustu 28 leikjum sínum sem stjóri liðsins.

Það má því segja að Moyes gangi í endurnýjun lífdaga með West Ham liðið.





Athugasemdir
banner
banner
banner