Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 10:13
Magnús Már Einarsson
Zeiko Lewis í FH (Staðfest)
Zeiko Lewis.
Zeiko Lewis.
Mynd: FH
FH hefur samið við kantmanninn Zeiko Lewis en félagið staðfesti þetta í dag. Lewis gerði samning við FH út tímabilið.

Lewis var með FH í æfingaferð á Marbella á Spáni á dögunum en þar kom hann við sögu í tveimur æfingaleikjum.

Lewis sem er landsliðsmaður Bermúda var valinn af New York Red Bulls í nýliðavali bandarísku deildinni í fyrra.

Hann er 22 ára gamall og á að baki 14 landsleiki og hefur skorað í þeim fjögur mörk.

Lewis spilaði með varaliði Red Bulls, sem leikur í USL deildinni í bandaríkjunum á síðasta ári, alls 22 leiki og skoraði í þeim tvö mörk.

Komnir:
Edigerson Gomes Almeida frá Henan Jianye á láni
Geoffrey Castillion frá Víkingi R.
Guðmundur Kristjánsson frá Start
Hjörtur Logi Valgarðsson frá Örebro
Kristinn Steindórsson frá GIF Sundsvall
Zeiko Lewis frá Bandaríkjunum

Farnir:
Böðvar Böðvarsson til Jagiellonia Białystok (Pólland)
Bergsveinn Ólafsson í Fjölni
Emil Pálsson til Sandefjord
Guðmundur Karl Guðmundsson í Fjölni
Jón Ragnar Jónsson hættur
Kassim Doumbia til Maribor
Matija Dvornekovic



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner