Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. apríl 2015 20:36
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Bayern skoraði sex - Neymar í stuði
Neymar setti tvö mörk í kvöld.
Neymar setti tvö mörk í kvöld.
Mynd: Getty Images
Stórveldin Bayern München og Barcelona eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Bæjarar stútuðu Porto í fyrri hálfleik en það var á brattann að sækja fyrir þá eftir að Porto vann fyrri leikinn óvænt 3-1.

Brasilíski markvörðurinn Fabiano hjá Porto átti martraðaleik í fyrri hálfleik og allt virtist leka inn hjá honum. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði tvívegis og staðan 5-0 í hálfleik.

Á 73. mínútu minnkaði Jackson Martinez muninn og Porto var nálægt því að skora annað örskömmu síðar. Hefði sá bolti farið inn hefðu gestirnir átt von. En Bayern kláraði einvígið, Xabi Alonso bætti við marki beint úr aukaspyrnu og fyrsta tap Porto í keppninni staðreynd.

Neymar skoraði mörkin fyrir Barcelona sem vann fyrirhafnalítinn sigur gegn PSG 2-0. Einvígið var nánast búið fyrir þennan seinni leik. Andrés Iniesta lagði fyrra markið upp á snilldarhátt.

Bayern 6 - 1 Porto (7-4)
1-0 Thiago Alcantara ('14 )
2-0 Jerome Boateng ('22 )
3-0 Robert Lewandowski ('27 )
4-0 Thomas Müller ('36 )
5-0 Robert Lewandowski ('40 )
5-1 Jackson Martinez ('73 )
6-1 Xabi Alonso ('88 )
Rautt spjald: Ivan Marcano, Porto ('87)

Barcelona 2 - 0 Paris Saint Germain (5-1)
1-0 Neymar ('14 )
2-0 Neymar ('34 )
Athugasemdir
banner
banner