Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   sun 21. maí 2017 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Dragan Kazic: Ég er með samning út október
Dragan Kazic
Dragan Kazic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dragan Kazic, þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla, var ágætlega sáttur með sína menn þrátt fyrir 3-2 tap gegn Breiðablik. Líkur eru á því að hann þjálfi liðið út tímabilið.

Milos Milojevic hætti með liðið á föstudag og var því Kazic við stjórnvölin í dag en hann var aðstoðarþjálfari Milos hjá liðinu áður.

Hrvoje Tokic kom Blikum yfir í leiknum áður en Gunnlaugur Fannar Guðmundsson jafnaði metin með skalla. Davíð Kristján Ólafsson kom Blikum aftur yfir með laglegu marki úr teignum áður en Michee Efete skoraði með skalla. Dofri Snorrason minnkaði muninn undir lok leiks.

„Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Við vorum hræddir við breytingarnar hjá þeim, það er mikill hraði í liðinu. Við fundum ekki lausnina í fyrri hálfleik við þessu vandamáli og í síðari hálfleik klára þeir okkur á fimm mínútna kafla og við fáum tvö mörk á okkur úr föstum leikatriðum," sagði Dragan við fjölmiðla.

„Við skorum reyndar líka tvö mörk. Svona er fótboltinn stundum en ég er mjög ánægður með síðari hálfleikinn. Breiðablik stýrði eiginlega fyrri hálfleiknum og við gáfum þeim of mikið pláss."

Víkingar léku 3-5-2 leikkerfið í dag en þeir spiluðu það gegn Haukum í bikarnum og hafa æft það í vetur.

„Við höfum æft þetta leikkerfi og við spiluðum sama kerfi gegn Haukum. Haukar er kannski ekki lið eins og Breiðablik og í dag náðum við ekki að skapa færi eins og við gerðum í bikarleiknum."

Róbert Örn Óskarsson og Geoffrey Castillion voru fjarverandi í dag vegna meiðsla.

„Sum lið eru með 20 leikmenn, ekki bara tvo leikmenn. Við verðum að undirbúa okkur að geta ekki notað alla leikmenn, við erum stundum með menn í banni, í meiðslum og hver einasti leikmaður á bekknum getur gegn mikilvægu hlutverki."

Orðrómur er uppi um að Kazic stýri liðinu út tímabilið en hann vildi ekki staðfesta neitt. Hann hefur þó mikinn áhuga á að taka við stöðunni en samningur hans rennur út í október.

„Þetta er spurning fyrir stjórnina. Ég hér til að hjálpa og ég er með samning út október. Þeir eru sáttir við okkar starf en ef það verður ekki af þessu þá er það allt í góðu. Það skiptir engu máli hvort einhver kemur eða ekki, sá sem verður í starfinu mun gera það besta til að koma liðinu á réttan stall. Skiptir ekki máli hvaða lið, í hvaða deild eða í hvaða landi það er, maður reynir sitt besta," sagði Kazic.
Athugasemdir
banner
banner
banner