Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. júní 2017 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Bjór til heiðurs Margréti Láru og kvennalandsliðinu bruggaður í dag
Mynd: Aðsend
Í dag brugguðu strákarnir í brugghúsinu The Brothers Brewery bjór til heiðurs Margréti Láru Viðardóttur og kvennalandsliðinu í knattspyrnu og fær bjórinn nafnið MLV9. Fyrir EM í Frakklandi á síðasti ári bruggaði The Brothers Brewery bjórinn Heimi til heiðurs karlalandsliðinu og fékk sá bjór mikla athygli.

„Við ákváðum um leið og stelpurnar tryggðu sér sæti á EM í Hollandi að tileinka þeim bjór eins og við gerðum fyrir strákana. Margrét Lára kom strax upp í huga okkar enda eyjakona, frábær leikmaður og leiðtogi kvennaliðsins. Hún tók vel í þessa bón okkar strax í upphafi,” segir Kjartan Vídó sölu- og markaðsstjóri The Brothers Brewery.

Fékk smá hnút í magann þegar hún meiddist
„Ég viðurkenni það fúslega að ég fékk smá hnút í magann þegar hún meiddist og enn stærri þegar tilkynnt var að hún yrði ekki sem leikmaður á EM. En hún á það svo sannarlega skilið að fá bjór til heiðurs sér, Margrét Lára hefur spilað 115 leiki og skorað 77 mörk fyrir A landsliðið og ef ég þekki hana rétt þá er hún ekki hætt þrátt fyrir meiðslin. Það er þennan magnaða árangur sem við viljum heiðra með því að nefna bjór í höfuðið á henni!” sagði Kjartan Vídó að lokum.

MLV9 verður bjór í stílnum double IPA, humlaríkur og bragðmikill bjór og styrkleikinn er 9% til að tengja það enn betur við leikmannanúmer Margrétar Láru. Áætlað er að sala á MLV9 hefjist 18.júlí næstkomandi þegar Ísland mætir liði Frakklands á EM í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner