Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. júlí 2014 16:22
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Snæfellsness útskrifaður af spítala
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Leikmaður 2. flokks Snæfellsness hefur verið útskrifaður af Landspítalanum en hann varð fyrir líkamsárás í leik gegn Sindra á Hellissandi í gær.

Leikmaðurinn verður áfram undir eftirliti lækna næstu dagana en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í gær.

Atvikið átti sér stað á lokasekúndum leiksins í gær þegar leikmaður Sindra, fæddur árið 1998, missti stjórn á skapi sínu og réðst á leikmann Snæfellsnes með þeim afleiðingum að hann slasaðist illa og strax var kallað á lögreglu og sjúkralið.

Leikmaður Sindra sparkaði meðal annars í leikmann Snæfellsnes þegar hann lá liggjandi í jörðinni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur dómari leiksins skilað greinargerð um málið til KSÍ. Næsti fundur aganefndar KSÍ er á morgun og búast má við að málið verði tekið fyrir þar.

Sjá einnig:
Fluttur með þyrlu eftir árás í leik á Hellissandi
Leikmaður Snæfellsness á batavegi
Athugasemdir
banner
banner