Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. júlí 2015 21:19
Elvar Geir Magnússon
KR-ingar segja að Gary Martin verði ekki seldur
Gary Martin fagnar marki fyrir KR.
Gary Martin fagnar marki fyrir KR.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir við mbl.is að ekkert tilboð hafi borist í Gary Martin.

Hann neitar því að Breiðablik hafi lagt fram tilboð í enska sóknarmanninn sem mikið hefur verið i umræðunni undanfarna daga.

„Gary er ekki til sölu, hann er ekki að fara. Það hef­ur ekk­ert til­boð borist í hann og ef það kem­ur til­boð í hann þá verður því hafnað,“ segir Kristinn við vefsíðu Morgunblaðsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Blikar áhuga á Martin en þeir eru að reyna að styrkja sig sóknarlega.

Þá sagði 433.is að Valsmönnum hafi verið boðið að kaupa Martin en þeim fréttum hafa KR-ingar einnig neitað.

Martin var ósáttur við að byrja á bekknum þegar KR heimsótti FH á sunnudag en gríðarleg samkeppni er um stöðu fremsta sóknarmanns hjá KR-ingum eftir að Hólmbert Aron Friðjónsson kom til þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner