Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 21. september 2014 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Myndband: Lampard virkaði miður sín yfir jöfnunarmarkinu
Lampard klappar fyrir stuðningsmönnum Chelsea eftir leik.
Lampard klappar fyrir stuðningsmönnum Chelsea eftir leik.
Mynd: Getty Images
Það þurfti auðvitað að vera Frank Lampard sem skoraði jöfnunarmark Manchester City gegn Chelsea þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Lampard yfirgaf Chelsea eftir síðustu leiktíð, en hann á að baki 13 tímabil með Lundúnaliðinu þar sem hann vann fjöldan allan af titlum.

Lampard hélt hins vegar í MLS-deildina og var svo lánaður til Manchester City, og kom hann inn á sem varamaður gegn sínum gömlu félögum í dag og skoraði.

Í viðtali eftir leikinn var ljóst að Lampard átti mjög erfitt með sig. Hann gat í raun ekki fengið sjálfan sig til að viðurkenna að hann hefði verið ánægður með að skora.

Einhverjir á Twitter vildu ganga svo langt að segja að Lampard hefði nánast beðist afsökunar á því að skora gegn sínu gamla félagi.

Hann talaði vel um Chelsea í viðtalinu og kallaði Manchester City oft bara "þetta félag". Eitt er víst; Lampard var kannski sáttur með jafntefli, en hann hefði örugglega verið til í að einhver annar hefði skorað.

Hér að neðan má sjá viðtalið.


Manchester City 1-1 - Chelsea - Frank Lampard... by beanymansports
Athugasemdir
banner
banner
banner