Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 21. október 2017 09:35
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pepsi og peningarnir í Rússlandi í útvarpinu í dag
Björn Berg Gunnarsson.
Björn Berg Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður nóg að ræða í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson standa vaktina milli 12 og 14 á laugardögum.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, kemur og ræðir um fjármál í tengslum við HM í Rússlandi. Áhugaverð umræða framundan.

Sóknarmaðurinn Björgvin Stefánsson kemur í heimsókn en hann gekk í vikunni í raðir KR. Í upphafi þáttar munu Elvar og Tómas einmitt ræða ítarlega um hræringar liða Pepsi-deildarinnar.

Í lok þáttar verður svo Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, á línunni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner