Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. janúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Gunnar Þorsteins framlengir við Grindavík
Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, hefur framlengt samning sinn við félagið.

Gunnar var með samning út þetta tímabil en hann er nú samningsbundinn til loka ársins 2020.

Hinn 23 ára gamli Gunnar var í stóru hlutverki hjá Grindavík þegar liðið endaði í 5. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra.

Gunnar ólst upp hjá Grindavík en fór ungur að árum til Ipswich á Englandi.

Árið 2013 kom Gunnar aftur til Íslands en hann gekk þá í raðir ÍBV. Eftir þrjú ár sneri hann aftur til Grindavíkur fyrir sumarið 2016 og hjálpaði liðinu upp úr Inkasso-deildinni.

Sjá einnig:
Viðtal við Óla Stefán, þjálfara Grindavíkur, úr útvarpsþættinum á laugardag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner