Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2017 16:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Forster: Man Utd hefur heimsklassa leikmenn í hverri stöðu
Mynd: Getty Images
Fraser Forster, markmaður Southampton, ætlar ekki að einbeita sér of mikið af Zlatan Ibrahimovic fyrir úrslitaleikinn í enska deildabikarnum á sunnudaginn og minnist á það að Manchester United hafi heimsklassa leikmenn í hverri stöðu.

„Við höfum öll séð mikið af Zlatan síðan hann kom í deildina og fyrir þann tíma. Við vitum öll hversu mikill heimsklassa leikmaður hann er, enn United er með heimsklassa leikmenn í hverri stöðu," sagði Forster.

Forster trúir því að lykillinn fyrir Southampton til að ná í úrslit sé jafnvægið á milli varnar og sóknar. Það er alltaf erfitt, í undanúrslitaleiknum gegn Liverpool lentum við í því að liggja meira til baka en við ætluðum okkur.

Southampton liðið hefur einu sinni leikið til úrslita í enska deildabikarnum og tapaði þá gegn Nottingham Forest í úrslitaleik keppninnar árið 1979.

Leikur Manchester United og Southampton fer fram á Wembley á sunnudaginn og hefst klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner