Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2017 22:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mourinho brjálaður - Leikurinn gegn Chelsea færður
Mourinho er ekki sáttur með að leikurinn gegn Chelsea hafi verið færður
Mourinho er ekki sáttur með að leikurinn gegn Chelsea hafi verið færður
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United er brjálaður yfir því að bikarleikurinn gegn Chelsea hafi verið færður til 13. mars.

Liðin mætast í 8-liða úrslitum enska bikarsins en fjórum dögum eftir leikinn spilar Man Utd seinni leik sinn í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Mourinho er hissa á því að leikurinn hafi verið færður áður en dregið er í Evrópudeildinni.

Hann segir einnig að það komi ekki til greina að spila á varaliði sínu gegn Chelsea.

„Ég er mjög hissa á að ákvörðunin hafi verið tekin áður en dregið er í Evrópudeildinni, því enginn veit hvar við spilum. Ímyndið ykkur ef við spilum við Chelsea á mánudegi og seinni leikurinn í Evrópudeildinni er í Rússlandi, Tyrklandi eða Grikklandi?"

„Ég get ekki spilað við Chelsea á varaliði mínu, líkt og Man City gerði í fyrra. Ég get ekki gert það. Við erum Manchester United. Ég get ekki gert það sem stjóri Manchester United. Ég geri það ekki við FA bikarinn. FA bikarinn er fallegur og keppnin er söguleg. Ég verð að meðhöndla Manchester United og FA bikarinn á réttan hátt,"
sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner