Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. maí 2015 16:40
Elvar Geir Magnússon
Ekki ákveðið hversu lengi fjölmiðlabann FH stendur
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH. Leikmenn FH eru í fjölmiðlabanni en Heimir Guðjónsson þjálfari ræddi við 433 og Fótbolta.net eftir leikinn gegn ÍA.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH. Leikmenn FH eru í fjölmiðlabanni en Heimir Guðjónsson þjálfari ræddi við 433 og Fótbolta.net eftir leikinn gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, er ekki sammála þeim sem halda því fram að leikmenn liðsins séu að reyna að stýra fréttaflutningi með því að hafa 433.is og Fótbolta.net í fjölmiðlabanni.

Þá segir hann leikmenn ekki vera að loka á millilið milli leikmanna og stuðningsmanna sem vilja heyra hvað þeirra menn hafa að segja eftir leiki.

„Við viljum vekja athygli á því hvað fjölmiðlar hafa mikið vald og hver þeirra ábyrgð er," sagði Davíð Þór Viðarsson í Akraborginni á X-inu FM 97,7 í dag. Hann segir ekki ljóst hversu lengi fjölmiðlabannið muni standa.

„Þetta er okkar ákvörðun og við erum sáttir með hana. Svo verðum við að taka nýja ákvörðun sem við verðum sáttir með. Ég útiloka ekki eitt né neitt. Við munum ræða þetta saman strákarnir."

Leikmenn FH settu fjölmiðlabannið á eftir að 433.is birti frétt sem Fótbolti.net vitnaði svo í en fréttin snérist um bróður Davíðs, Bjarna Þór. Leikmenn töluðu hvorki við 433 né Fótbolta.net eftir sigurinn gegn ÍA í síðustu umferð. Bjarni svaraði ekki símtali Fótbolta.net daginn eftir að fréttin var birt.

Skiptar skoðanir eru á þessu fjölmiðlabanni. Davíð segir að þeir stuðningsmenn FH sem hann hafi rætt við skilji afstöðu leikmanna en í Pepsi-mörkunum sagði sérfræðingurinn Arnar Gunnlaugsson að viðbrögð FH-inga væru barnaleg.

FH heimsækir Stjörnuna í næstu umferð Pepsi-deildarinnar, þessi stórleikur verður næsta þriðjudagskvöld klukkan 20.
Athugasemdir
banner
banner