Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 22. maí 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Lovren: Tilbúinn að stöðva Ronaldo
Lovren er klár í úrslitaleikinn á laugardag.
Lovren er klár í úrslitaleikinn á laugardag.
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, er tilbúinn að kljást við Cristiano Ronaldo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn.

Ronaldo hefur skorað 15 mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili en Lovren er staðráðinn í að stöðva hann.

„Undanfarin 15 ár hefur hann skorað meira en 30 mörk á tímabili. Meira segja þegar hann á slæmt tímabil þá skorar hann 30 mörk og maður þarf að fylgjast með því," sagði Lovren.

„Við spilum gegn sumum af bestu framherjum heims í ensku úrvalsdeildinni og vitum hvernig á að verjast eins og lið."

„Auðvitað verður þetta einn á móti einum á einhverjum tímapunkti í leiknum. Þetta verður erfitt en þetta er áskorun sem ég er tilbúinn í."

Athugasemdir
banner
banner
banner