Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 22. júlí 2017 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnautovic til West Ham (Staðfest)
Arnautovic er farinn frá Stoke til West Ham.
Arnautovic er farinn frá Stoke til West Ham.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur staðfest komu Marko Arnautovic til félagsins.

Lundúnarliðið hefur nokkrum sinnum á undanförnum dögum boðið í Arnautovic, en tilboð þeirra var loksins samþykkt á dögunum. Talið er að það tilboð hafi verið upp á 25 milljónir punda.

Arnautovic vildi fara frá Stoke og óskaði eftir sölu.

Austurríkissmaðurinn var ósáttur við metnaðinn hjá Stoke og hann vildi komast í stærra félag.

Nú er hann farinn til West Ham þar sem hann mun fá 100 þúsund pund í vikulaun. Aldrei hefur leikmaður fengið eins mikið borgað hjá West Ham, hann er launahæstur í sögunni.

Hann mun mæta í Laugardalinn með West Ham um verslunarmannalegina. Þá mætast West Ham og Manchester City í æfingaleik á Laugardalsvelli.




Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner