Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 23. febrúar 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
32 íslensk lið á leið út í æfingaferð - Langflest fara til Spánar
Stjarnan og KR fara bæði til Campoamor á Spáni.
Stjarnan og KR fara bæði til Campoamor á Spáni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Valur fer til Bandaríkjanna á meðan Víkingur R. fer til Serbíu.
Valur fer til Bandaríkjanna á meðan Víkingur R. fer til Serbíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Stjörnunnar fara til Ítalíu.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar fara til Ítalíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar fara í heimsókn til Wolfsburg.
Haukar fara í heimsókn til Wolfsburg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
32 meistaraflokkslið fara í æfingaferð erlendis fyrir Íslandsmótið í sumar. Um er að ræða nákvæmlega sama fjölda liða og í fyrra.

Fjöldi liða í æfingaferðum erlendis undanfarin ár:
2009: 2
2010: 20
2011: 27
2012: 16
2013: 26
2014: 28
2015: 25
2016: 32
2017: 32

Spánn er langvinsælasti áfangastaðurinn en 25 af 32 liðum fara þangað. Í Pepsi-deild karla fara tíu lið til Spánar en Valsmenn fara til Bandaríkjanna og Víkingur R. fer til Serbíu þar sem þjálfarinn Milos Milojevic er öllum hnútum kunnugur.

Í Pepsi-deild kvenna fara Íslandsmeistarar Stjörnunnar til Ítalíu og Haukar fara í heimsókn til Wolfsburg þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir spila. Fjögur af tíu liðum í Pepsi-deild kvenna fara út en einhver lið gætu farið út í æfingaferð þegar hlé verður í deildinni í sumar frá 2. júlí til 9. ágúst vegna EM.

Níu lið í Inkasso-deild karla leggja land undir fót en Fylkir, ÍR og Þór fara ekki út. Átta af níu liðum í Inkasso-deildinni fara til Spánar en Grótta fer til Króatíu líkt og kvennalið félagsins. Þá fer Njarðvík úr 2. deild til Svíþjóðar.

Hér að neðan má sjá lista yfir þau lið sem eru á leið út í æfingaferð.

Pepsi-deild karla
Breiðablik (Montecastillo, Spánn)
FH (Marbella, Spánn)
Fjölnir (Montecastillo, Spánn)
Grindavík (Campoamor, Spánn)
ÍA (Islantilla, Spánn)
ÍBV (Islantilla, Spánn)
KA (Campoamor, Spánn)
KR (Campoamor, Spánn)
Stjarnan (Campoamor, Spánn)
Valur (Florida, Bandaríkin)
Víkingur Ó. (Pinatar, Spánn)
Víkingur R. (Novi Sad, Serbía)

Pepsi-deild kvenna
Fylkir (Campoamor, Spánn)
Haukar (Wolfsburg, Þýskaland)
KR (Campoamor, Spánn)
Stjarnan (Róm, Ítalía)

Inkasso-deild karla
Fram (Salou, Spánn)
Grótta (Medulin, Króatía)
Haukar (Oliva Nova, Spánn)
HK (Islantilla, Spánn)
Keflavík (Campoamor, Spánn)
Leiknir F. (Oliva Nova, Spánn)
Leiknir R. (Oliva Nova, Spánn)
Selfoss (Novo Sancti Petri, Spánn)
Þróttur R. (Marbella, Spánn)

1. deild kvenna
ÍA (Pinatar, Spánn)
Keflavík (Campoamor, Spánn)
Þróttur R. (Marbella, Spánn)

2. deild karla
Njarðvík (Malmö, Svíþjóð)
Vestri (Montecastillo, Spánn)

2. deild kvenna
Grótta (Medulin, Króatía)
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. (Salou, Spánn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner