Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. mars 2016 14:11
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
Jóhann Berg líklega á förum frá Charlton
Borgun
Jóhann Berg á æfingu með íslenska landsliðinu í Herning í dag.
Jóhann Berg á æfingu með íslenska landsliðinu í Herning í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson segir líklegt að hann yfirgefi herbúðir Charlton í sumar.

Charlton er líklega að falla niður í ensku C-deildina og Jóhann reiknar með að fara frá félaginu.

„Það verður að koma í ljós en ég býst frekar við því," sagði Jóhann Berg við Fótbolta.net í dag aðspurður hvort hann reikni með að fara frá Charlton.

„Ég ætla að klára þessa leiki sem eftir eru, einbeita mér að EM og svo skoðum við það seinna. Ég hef heyrt af áhuga frá öðrum félögum en það er ekki hægt að hugsa um það núna."

Jóhann Berg hefur lagt upp tíu mörk á tímabilinu en hann er með flestar stoðsendingar af öllum leikmönnum í Championship deildinni.

Jóhann fær einnig góðan glugga til að sýna sig með íslenska landsliðinu á EM í sumar.

„Fyrir mig og alla leikmenn í íslenska landsliðinu er þetta frábær gluggi. Það verður gaman að spila á stórmóti og sýna að við erum með helvíti gott lið og góða leikmenn."

Lengra viðtal við Jóhann birtist á Fótbolta.net síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner