Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. apríl 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
Styrktarleikur í Mosfellsbæ á morgun
Kári Örn Hinriksson.
Kári Örn Hinriksson.
Mynd: Úr einkasafni
Hópur fólks í Mosfellsbæ hefur tekið saman höndum um að halda styrktardag fyrir Kára Örn Hinriksson. Dagurinn verður haldinn á morgun, sumardaginn fyrsta.

Kári er 25 ára gamall og hefur háð grimma baráttu við krabbamein síðan árið 2006 með hléum þó. Alls hefur meinið skotið sér upp fjórum sinnum á þessum tíma og í öll skiptin hefur Kári farið í grimma meðferð, ýmist lyfja eða geisla eða bæði, einnig stórar aðgerðir.

Svo virðist sem það sé ekki fundin leið til til að lækna þessa tegund krabbameins, en Kári má búast við því að það skjóti upp kolinum hvenær sem er og jafnframt hvar sem er, hann hefur sýnt ótrúlegt æðruleysi, baráttuvilja og dugnað í baráttu sinni, hugarfar hans gæti verið mörgum til fyrirmyndar.

Klukkan 16:00 mætast Mosfellsbæjarliðin Afturelding og Hvíti Riddarinn í styrktarleik en leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Mosfellsbæ.

Frítt verður á leikinn en posi verður á staðnum til að veita frjáls framlög. Frábær skemmtiatriði í hálfleik og óvænt uppátæki.

Styrktarreikningur Kára er:
Kt.: 211260-3279
Reikningsnúmer: 0315-13-300977
Athugasemdir
banner
banner