Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. apríl 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Kante leikmaður ársins (Staðfest)
Besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, N'Golo Kante
Besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, N'Golo Kante
Mynd: Getty Images
N'Golo Kante var rétt í þessu valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Kante hefur verið frábær á miðjunni hjá toppliði Chelsea en aðrir sem tilnefndir voru til verðlaunanna voru Eden Hazard, Harry Kane, Romelu Lukaku, Zlatan Ibrahimovic og Alexis Sanchez.

Kante getur orðið fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til þess að vinna deildina tvö ár í röð, með tveimur mismunandi félögum en hann varð Englandsmeistari með Leicester í fyrra.

David Beckham fékk verðlaun fyrir framlag sitt til breska fótboltans.

Þá var Dele Alli valinn besti ungi leikmaðurinn en þetta er annað tímabilið í röð sem hann vinnur þessi verðlaun.

Þá var Lucy Bronze, leikmaður Englandsmeistara Manchester City var valinn besti leikmaður kvennameginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner