Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 23. júní 2017 21:36
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Óli Guðbjörns: Vildum setja svolítinn kraft í þetta
Ólafi fannst sitt lið sundurspila lið Þórs/KA í kvöld og var ánægður með kraftinn í sínu liði.
Ólafi fannst sitt lið sundurspila lið Þórs/KA í kvöld og var ánægður með kraftinn í sínu liði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
“Já það var það, en það var það sem við vildum. Við vildum setja svolítinn kraft í þetta og okkur fannst við ekki vera að sýna þann kraft sem við eigum inni hjá okkur í undanförnum leikjum. Við vorum vel stemmdar í dag og vel undirbúnar. Frábær leikur hjá okkur,” sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, um orkuna sem fór í sigurleikinn á liði Þórs/KA í 8-liða úrslitum bikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 Þór/KA

Þessi leikur byrjaði ekki ósvipað og leikurinn gegn þeim fyrir um mánði síðan þar sem Stjarnan byrjaði leikinn vel og skoraði strax í byrjun en enduðu svo á að tapa leiknum 1-3. Fór ekki um þjálfarann þegar leikurinn virtist vera að þróast á svipaðan hátt?

“Nei nei það er alltaf gaman að skora mark, en auðvitað kemur það á bakvið eyrað á manni. En miðað við hvernig við spiluðum þá var ég ekki stressaður yfir því. Við hefðum átt að skora mikið, mikið fleiri mörk hérna í fyrri hálfleik. Fengum dauðafæri eftir dauðafæri og sundurspiluðum þær í raun og veru. Þannig að ég var bara ótrúlega ánægður með það og var aldrei í vafa um að við myndum klára þetta.”

Mikil harka var í leiknum en Ólafi fannst dómarinn láta leikinn fljóta ágætlega þó að honum fyndist ekki hægt að gefa sama leikmanni tiltal allan leikinn, en vísar þar til þess að Sandra Stephany, leikmaður Þórs/KA ýtti til leikmanns Stjörnunnar strax í byrjun leiks og fékk þar tiltal. Hún fékk svo tiltal a.m.k. einu sinni til viðbótar áður en hún fékk gult spjald á 74. mínútu fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að aukaspyrna var dæmd.

En á Ólafur einhverja óskamótherja í undanúrslitunum?

“Við erum alveg hætt að halda að við getum ráðið nokkru með það. Við bara tökum því sem kemur og það er bara næsti leikur í þessari keppni."

Nánar er rætt við Ólaf hér í sjónvarpinu fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner