Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. ágúst 2017 18:35
Elvar Geir Magnússon
Sænski bikarinn: Kristinn Freyr, Elías Már og Árni Vill á skotskónum
Elías Már setti þrennu.
Elías Már setti þrennu.
Mynd: Getty Images
Íslendingar hafa verið á skotskónum í sænska bikarnum í dag en fjölmargir leikir voru á dagskrá.

Kristinn Freyr Sigurðsson, fyrrum leikmaður Vals og Fjölnis, var meðal markaskorara þegar Sundsvall vann 3-0 útisigur gegn Torstorps.

Gautaborg vann 5-0 sigur gegn Landvetter og skoraði Suðurnesjamaðurinn Elías Már Ómarsson þrennu í þeim leik.

Þá skoraði Árni Vilhjálmsson öll þrjú mörk Jönköpings Södra gegn C-deildarliðinu Utsiktens. Staðan 2-2 eftir 90 mínútur og því var framlengt. Árni skoraði sigurmarkið á 115. mínútu.

Sjá einnig:
Höskuldur skoraði tvö í sænska bikarnum
Athugasemdir
banner
banner
banner