Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. október 2014 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Roberto Martinez: Mjög gott að halda hreinu
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, var ánægður með markalaust jafntefli gegn Lille er liðin mættust í Evrópudeildinni í Frakklandi.

Everton er á toppi riðilsins með fimm stig eftir þrjár umferðir, en Wolfsburg og Lille fylgja fast á eftir þar sem Þjóðverjarnir eru með fjögur stig og Frakkarnir þrjú. Ragnar Sigurðsson og félagar í FC Krasnodar eru á botninum með tvö stig.

,,Það var mjög ánægjulegt að halda hreinu, við vissum að Lille myndi sækja af öllu afli og við höndluðum það," sagði Martinez við ITV4.

,,Völlurinn var ekki sérlega góður og það hafði töluverð áhrif á leik beggja liða."
Athugasemdir
banner
banner
banner