Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 23. október 2016 19:00
Kristófer Kristjánsson
Skotland: 18 handteknir eftir sigur Celtic á Rangers
Það var mikið að gera hjá þessum í dag
Það var mikið að gera hjá þessum í dag
Mynd: Getty Images
Það var boðið upp á dramatík er erkifjendurnir Rangers og Celtic mættust í undanúrslitum skoska bikarsins í dag.

Leikurinn stefndi í framlengingu á Hampden Park þegar Moussa Dembele skoraði á 87. mínútu og tryggði liði sínu sæti í úrslitunum.

Lærisveinar Brendan Rodgers mæta því Aberdeen þann 27. nóvember í úrslitum skoska bikarsins.

Rígur þessara sögufrægu liða fékk því miður ekki að einskorðast við fótboltann og var erill lögreglu eftir leik mikill. Alls voru 18 manns handteknir í kringum leikvangin og ljóst að þetta mun draga dilk á eftir sér fyrir þessi tvö félög.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner