Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 24. febrúar 2017 16:54
Magnús Már Einarsson
Myndir: Aron búinn að láta skeggið fjúka
Mynd: KSÍ
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, lét heimsfræga skeggið sitt fjúka í dag.

Aron hefur verið með skeggið í eitt ár en það vakti mikla athygli á EM í fyrra.

„Það var kominn tími á þetta. Ég var búinn að vera með skeggið í ár. Þetta er orðið vel þreytt," sagði Aron í viðtali við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla Kjartansson í Brenslunni á FM 957 í dag.

Aron hefur verið í góðum gír með Cardiff undanfarnar vikur en hann mætir skegglaus í leikinn gegn Fulham á morgun. Aron verður svo í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Kósóvó eftir mánuð.

Hér að neðan má sjá myndir af því þegar Aron lét skeggið fjúka í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner